Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 9

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 9

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 12

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 12

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cookie - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cache limiter - headers already sent (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 426
2009 Myrkvatvístirnið W UMa
Home Stjörnuathuganir 2009 Myrkvatvístirnið W UMa
2009 Myrkvatvístirnið W UMa Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Fimmtudagur, 15. Janúar 2009 14:03

Í stjörnumerkinu Stórabirni er að finna athyglisvert myrkvatvístirni en það er nefnt W Ursae Majoris. Það er frumgerð svonefndra W UMa breytistjarna. Um er að ræða tvær stjörnur sem ferðast umhverfis sameiginlega þyngdarmiðju en eru svo nálægt hvorri annarri að yfirborðin snertast. Þær skipta jafnframt með sér sameiginlegum gashjúpi og í efstu lögum stjarnanna flyst bæði massi og varmi á milli þeirra vegna yfirborðssnertingarinnar. Þetta er jafnframt einkenni W UMa myrkvatvístirna. Til þess að gera sér í hugarlund hvernig slíku tvístirni myndi bregða fyrir í nálægð má sjá myndina hér undir.

Prototype W UMa

 

W UMa
 Tegund: EW/KW
Stöðuhnit 09:46'45  +60° 57' 09"
Birtustig (V)
 7,75 - 8,55
Birtulota 0,33363747 (8 klst)
P myrkvi
 0,8 birtustig
S myrkvi
 0,7 birtustig
B-V 0,66

 

Á þeim 8 tímum sem umferðartíminn tekur verða tveir myrkvar,  meiri myrkvi (primary eclipse) og minni myrkvi (secondary eclipse). Meiri myrkvi er jafnan dýpri en hann verður þegar minni stjarnan (nefnd B hér í greininni) hverfur aftur fyrir stærri stjörnuna (nefnd A). Þó að B sé daufari í heildina er yfirborðið heitara (6200°) og þess vegna bjartara. Á meðan hún er í hvarfi berst einungis birta frá yfirborði A stjörnu en yfirborðhiti hennar er lægri (5800°) og daufara og því verður meiri eða dýpri myrkvi. Minni myrkvi verður síðan þegar B stjarnan gengur fram fyrir A stjörnuna. Þá berst ljós hennar og kannski hluti birtunnar frá A stjörnunni. Því er myrkvinn ekki eins djúpur. Þegar stjörnurnar eru hlið við hlið, séð frá okkur, berst birta frá þeim báðum og er þá í hámarki.

Í tilfelli W UMa er meiri myrkvi 0,1 birtustigi dýpri en minni myrkvi (sjá töflu að ofan) og því má segja að það muni ekki mjög miklu. Frá því að W UMa uppgötvaðist (1903) hefur stöðugt verið fylgst með henni til þess að fá glögga mynd af hegðun hennar. Svo virðist að hægst hafi á birtulotu hennar (umferðartímanum) síðan þá. Einnig eru vísbendingar um sveiflubundar breytingar í hegðun hennar á 20. öld. Leitt er líkum að því að massaflutningar séu orsökin en skýringa má sömuleiðis leita í myndun sólbletta eða hegðun segulsviðs (Morgan, Sauer og Guinan, 1997).

Hér fylgja ferilrit mælinga frá 13. janúar til 11. febrúar 2009 sem gerðar voru frá Hafnarfirði. Markmiðið var að sjá hveru vel myrkvar falla við útreikninga, svonefnda O-C tíma (observed–calculated timings). Spátímar myrkva eru fengnir af vefsíðunni: An Atlas of O-C Diagrams of Eclipsing Binary star, sjá heimildaskrá.

Aðferðir

Til mælinga var notaður 30 cm Schmidt-Cassegrain spegilsjónauki og Optec SSP-3 ljósmælir. Mæld er birta af stjörnunni, mínus himinn, með V ljóssíu (Johnson). Einnig var tekin viðmið af stöðugri stjörnu í grennd, í þessu tilfelli SAO 27340 (birtustig  6,50). Ljósmælirinn gefur gildi inn á tölvu. Til gagnaöflunar er notað forritið sspdataq. Til úrvinnslu eru forritin Excel og Graphical Analysis notuð en að auki UT-JD breytir, tölvuforrit sem Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, bjó til í þeim tilgangi að umbreyta heimstíma (UT) í júlíanska tímatalið (JD). Í mælingum er stuðst við tölvutíma, sem er stilltur eftir heimstíma (UT). Tækið gefur dagsetningu og tölvutíma. Tímanum er breytt í Julian Day (JD) en þar miðast dagskipti við hádegi en ekki miðnætti. Einnig er JD notað til þess að forðast rugling við hlaupár og almanakstilfærslur. Birtustig er gefið í útreiknuðu birtustigi tækis en ekki venjulegu sýndarbirtustigi. Tekið er meðaltal af fjórum 10 sek mælingum og frádregin er birta himins og síðan eru gildin umreiknuð í birtustig tækis.

 

 
 

Niðurstöður

Samkvæmt fyrstu athugunum virðist að minni myrkvinn sé í hámarki skömmu fyrir undan spá. Nánari útreikninga þarf áður en hægt er að ákvarða hve langt frá spánni mældir myrkvar eru (O-C). Er talið að vonlaust sé að segja nákvæmlega til um upphaf og lok myrkva vegna þess að stjörnurnar tvær snertast. Af mælingum að dæma var dýpt meiri myrkvans 0,85 birtustig. Af frumniðurstöðum er ljóst að W UMa bíður eftir fleiri athugunum. 

Heimildir:

AAVSO leitarkort W UMa (2009). Fengið 12. janúar 2009 á http://www.aavso.org/cgi-bin/

Bradstreet, D. H. (1997). Ephemerides of Variable stars. Lecture notes [rafrænt]. The Bradstreet Observatory at Eastern College. Skoðað 15. febrúar 2009 á daniel.eastern.edu/depts/physsci/ephemerides.doc

Kreiner, J.M.,Kim C-H. og Nha, I-S.(2009). Atlas of O-C Diagrams of Eclipsing Binary Stars. Skoðað 12. janúar 2009 á http://www.as.up.krakow.pl

Kreiner, J.M. (2004). Acta Astronomica. Vol. 54. Bls 207 - 210.

Morgan, N., Sauer, M. og Guinan, E. (1997). New light curves study and period study of the contact binary W Ursae Majoris. Commissions 27 and 42 of the IAU information bulletin on Variable Stars, nr 4517. Konkoly Observatory Budapest [rafrænt]. Skoðað 12. febrúar 2009 á http://www.konkoly.hu/

Síðast uppfært: Mánudagur, 02. Mars 2009 20:00
 

Valid XHTML and CSS.