Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 9

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 9

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 12

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 12

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cookie - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cache limiter - headers already sent (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 426
Stjörnusjónaukar, fylgihlutir og stjörnuskoðun
Home Stjörnuathuganir Sjónaukar
Stjörnusjónaukar, fylgihlutir og stjörnuskoðun Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Laugardagur, 10. Janúar 2009 14:52

Hér getur að líta upplýsingar um sjónauka, augngler og ýmsan annan búnað sem fylgir stjörnuskoðurum. Frá 1991 hef ég notað  Schmidt-Cassegrain spegil- og linsusjónauka til þess að skoða stjörnur og djúpfyrirbæri. Meade LX 200 sjónaukinn er með 30 cm spegli og er raf- og tölvustýrður. Hann hefur reynst afar vel, gefur bjarta mynd og einnig er sundurgreiningin afar góð en það skiptir miklu máli í stjörnuskoðun. Ýmsir fylgihlutir auðvelda manni að sjá sem mest þegar reikistjörnur, stjörnur og geimþokur eru skoðaðar. Á myndinni hér fyrir neðan eru augngler og ljóssíur.

 

Augngler

 

Einfaldast er að skrá niður það sem skoðað er og lýsa því sem sést með orðum. Áhrifaríkara er að teikna það sem fyrir augu ber. Það þarf ekki að vera listamaður til þess en þetta sýnir mjög raunverulega hvað sést í sjónskoðun. Mikilvægast er að þá gefst manni betri tími í skoðun og sér fleiri atriði en ella. Annars má festa á sjónauka myndavél eða ljósmælingatæki til nákvæmra stjörnuathugana eins og birtumælinga á breytistjörnum. Slíkar mælingar er ég nýlega farin að stunda og hef tekið nokkrar breytistjörnur í fóstur.

Til þess að mynda stjarnfyrirbæri með sjónauka þarf bæði fylgihluti og nokkra aðgæslu. Festa þarf myndavélina við sjónaukann og síðan að gæta þess, á meðan myndatöku stendur, að fylgja stjörnunum nákvæmlega eftir en annars birtast þær sem rákir á myndum. Á góðum sjónauka sér rafdrif um að fylgja eftir snúningi jarðar, þ.ea.s. stjörnutíma, og ef hann situr á pólstilltu stæði þarf lítið til þess að leiðrétta hæðina, þ.e. stjörnubreiddina. Þó verður að leiðrétta smáskekkjur í sífellu til þess að stjörnurnar haldist sem punktar og er það gert með handstýringu og sérstöku augngleri með krosshári. Má koma í veg fyrir skekkjur nógu vel með því að halda stjörnu stöðugri í krosshárinu til þess að óhreyfðar myndir náist.

 

Myndavél

 

Á myndinni hér fyrir ofan sést filmuvél fest við sjónaukann með Lumicon Giant Easy Guider. Augngler með krosshári situr í sjónpípu út frá meginhólknum. Lengi vel notaði ég 35 mm filmur. Vandinn við filmurnar er að ljósþol þeirra er ekki stöðugt og hæfileikinn til þess að nema daufar þokur því takmarkaður. Þetta heitir á ensku "reciprocity failure". Stjörnuljósmyndarar hafa þó aukið ljósþolið með því að hita filmuna í sérstakri vetnis/nitur gasblöndu undir þrýstingi. Smelltu hér til þess að sjá nokkrar myndir sem ég hef tekið á filmu. Smelltu hér til þess að sjá ýmsa fylgihluti sem geta gert stjörnuskoðun ánægulegri. Hér sérðu hvaða tæki ég nota í dag.

Stundum skoða ég einungis með handkíki. Það er ótrúlegt hve mikið má sjá með svo litlu tæki en reyndar njóta sumar stjörnuþyrpingarnar sín best í víðu sjónsviði. Hef ég bæði 20x60 og 10x25.

Síðast uppfært: Föstudagur, 16. Janúar 2009 20:28
 

Valid XHTML and CSS.