Home Ljósmyndir Ljósmyndavélar
Ljósmyndavélar Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Laugardagur, 10. Janúar 2009 12:58
Myndavélar sem ég hef notað eru ýmsar en þær sem ég nota nú eru:
 
Hasselblad Xpan, mín aðal 35mm myndavél. Að breyta hefðbundna myndforminu í panorama er einn áhugaverðasti kostur sem myndavél býður upp á. Xpan er frábær landslagsmyndavél en nýtist einnig í myndatöku af norðurljósum. Mjög góð vél að öllu leyti en þolir illa frost.

Pentax 67 er medium format myndavél með 6x7cm myndramma. Traust og lipur. Nota mest 45mm og 105mm linsur. Má tengja við sjónaukana og þá eru komnar 750 mm og 3000mm linsa.
Fuji 617, panorama vél með 6x17cm myndramma. Frábær myndavél en sérhæfð. Linsan er ákaflega góð og skerpan eftir því. Nýtist í landslag ekki í norðurljósa- eða stjörnumyndatöku.
 
SBIG STL11000M er CCD myndavél. Þetta er stafrænt tækniundur og er sérhæfð fyrir stjörnuhiminninn.

Nikon Coolpix 8400 er stafræn 8 Mp vél með afar góðri linsu. Mikilvægur kostur við hana er að skjárinn er snúanlegur.

My personal arsenal of cameras:

Hasseblad Xpan 35mm Panorama

Pentax 6x7 medium format

Fuji 6x17 panorama camera

SBIG STL 11k CCD camera

Nikon Coolpix 8400
Síðast uppfært: Laugardagur, 21. Febrúar 2009 14:12
 

Valid XHTML and CSS.