Home Um Náttúrumyndir
Um Náttúrumyndir ehf Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Þriðjudagur, 06. Janúar 2009 14:37

Náttúrumyndir ehf var stofnað árið 2006 og annast m.a. rekstur Stjörnuversins. Nafnið segir til um mismunandi sýn á náttúruna og einlægan áhuga á henni og þá ekki síst stjörnuhimninum. Megintilgangur fyrirtækisins er að reka stjörnuver m.a. til þess að kynna fólki þennan sérstæða hluta náttúrunnar okkar. Stjörnuverið er færanlegt kennsluumhverfi og inniheldur allt sem þarf til þess að fræða unga sem aldna um stjörnuhimininn og sólkerfið á sjónrænan hátt. Því er ætlað  að glæða raunvísindakennslu skólanna lífi. Það ætti að höfða til náttúrufræðikennara og leiðbeinenda sem leita leiða til þess að kynna nemendum sínum stjörnuhiminninn frá ýmsum sjónarhornum á eftirminnilegan hátt.
 
Forsvarsmaður Stjörnuversins og Náttúrumynda ehf er Snævarr Guðmundsson, landfræðingur.

Náttúrumyndir bjóða einnig til afnota gott safn náttúrumynda; landslags- norðurljósa- og stjörnumynda og á þessu svæði má sjá nokkur sýnishorn. Sendu skeytið beint á: snaevarr@mmedia.is.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 02. Ágúst 2011 16:16
 

Valid XHTML and CSS.