Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 9

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 9

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 12

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 12

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cookie - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cache limiter - headers already sent (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:9) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 426
Hvað er Stjörnuver?
Home Um Stjörnuverið
Hvað er Stjörnuver? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Þriðjudagur, 06. Janúar 2009 00:00

Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inni í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Í stjörnuverinu fræðast áhorfendur um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í einu vetfangi má fljúga hjá tunglinu, elta geimkönnunarför á milli reikistjarna, sjá skýjabelti Júpíters eða hringa Satúrnusar. Jörðina má skoða frá ýmsum sjónarhornum í sólkerfinu eða sjá hvar sólin á heima í vetrarbrautinni. Í  raun má ferðast um stóran hluta hins sýnilega alheim og fræðast um ótalmargt fleira sem fyrir augu ber.

Stjörnuver

Hvers vegna ættu kennarar að fara með börnin í stjörnuver?

Börn frá leikskólaaldri uppgötva stjörnurnar og spyrja spurninga. Í stjörnuverinu gefst þeim sem fullorðnum einstakt tækifæri til þess að kynnast stjörnunum á léttan og eftirminnilegan hátt. Stjörnufræði er einstæð að því leyti að þekking á henni nær til margra þátta í tilveru okkar. Þar má nefna tímatal, stærðfræði, bókmenntir og listir, heimsfræði, eðlisfræði, líf- og efnafræði. Stjörnufræði rekur rætur til upphafs siðmenningar og er elsta vísindagreinin. Á okkar tímum er um að ræða sannkallaða gullöld þessara fræða þar sem margar athyglisverðar uppgötvanir eru gerðar í sífellu.
 
Það reynist engu síður stundum erfitt að miðla einföldum grunnatriðum eins og hvernig þekkja megi helstu kennileiti stjörnuhiminsins. Hérlendis spilar veðrið oft inn í ef skoða á himininn og hvað yngri börn varðar eru kvöldin óhentugur tími. Í Stjörnuverinu sést stjörnuhiminninn án nokkurrar ljósmengunar. Þar lærist að þekkja björt stjörnumerki, heiti stjarna og heyra sögur tengdar þeim. Fjallað er um göngu stjarna, tungls og sólar yfir himinhvelfinguna, hvers vegna tunglið er mismunandi lagað (kvartilskipti) og hver er ástæðan fyrir árstíðum. Þá fræðast börnin um sólkerfið og reikistjörnurnar.

Hverjum öðrum hentar að heimsækja stjörnuver?

Allir geta komið í stjörnuver og erindi eru miðuð við ólíka aldurshópa, allt frá eldri leikskólabörnum upp í fullorðna gesti og raunar alla sem vilja fræðast um stjörnurnar. Fjölskyldur, vinnustaðahópar og önnur félagasamtök geta heimsótt stjörnuverið sér til gagns eða gamans og einnig nýtist það til námskeiða í stjörnuskoðun. Talsverð reynsla er af færanlegum stjörnuverum erlendis og þykir sýnt að heimsókn í þau opnar augu margra gesta fyrir náttúrunni. Þær hafa örvandi áhrif á hugarflug barna og gefa jákvæða sýn á raunvísindi.

 

Stjörnuver

Um stjörnuverið

Stjörnuverið er flytjanlegt og hannað til þess að setja upp í leikfimisölum, mötuneytum eða kennslustofum. Um er að ræða tjaldhvelfingu sem haldið er uppi með öflugum loftblæstri og því er loftræsting góð. Er hvelfingin hönnuð þannig að auðveldlega má rýma hana á örfáum sekúndum ef eitthvað óvænt kemur upp.
 
Þvermál hvelfingarinnar er 4,2 m og hæð hennar er 3,2 m. Grunnflöturinn er því nærri 17 m2. Í stjörnuverinu geta 26 manns setið ásamt fyrirlesara en mun fleiri börn. Inni í hvelfingunni situr fólk á púðum á gólfinu en venjulega er mælt með að leggjast á gólfið enda fer mun betur um það þannig. Fatlaðir geta einnig heimsótt stjörnuverið en þá er þeim skotið inn á undan öðrum. Inni í stjörnuverinu er sýningartæki sem sýnir hvernig næturhiminninn blasir við – hvaðan sem er – frá miðbaugi til heimskauta.

Eftirfarandi hópar eru lýsandi dæmi um hverjir geta átt erindi í stjörnuver, sér til gagns og gamans. Einnig er það nýtt til námskeiða í stjörnuskoðun.

  • Nemendur grunnskóla og menntaskóla
  • Eldri borgarar
  • Ferðamenn
  • Skátar
  • Fjölskyldur og unglingar
  • Félagasamtök og vinnstaðahópar
  • Fjölmiðlar

Jafnframt geta ýmis tækifæri verið tilefni til þess að fá það í heimsókn:

  • Starfsdagar í skólum og ýmisleg námskeið
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um Stjörnuverið.
Síðast uppfært: Sunnudagur, 18. Janúar 2009 01:03
 

Valid XHTML and CSS.