Home
Forsíða Náttúrumynda
Stjörnuverið - lýsing Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Þriðjudagur, 06. Janúar 2009 00:00

Stjörnuverið er flytjanlegt og hannað til þess að setja upp í leikfimisölum, mötuneytum eða kennslustofum. Um er að ræða tjaldhvelfingu sem haldið er uppi með öflugum loftblæstri og því er loftræsting góð. Er hvelfingin hönnuð þannig að auðveldlega má rýma hana á örfáum sekúndum ef eitthvað óvænt kemur upp.
 
Þvermál hvelfingarinnar er 4,2 m og hæð hennar er 3,2 m. Grunnflöturinn er því nærri 17 m2. Í stjörnuverinu geta 26 manns setið ásamt fyrirlesara en mun fleiri börn. Inni í hvelfingunni situr fólk á púðum á gólfinu en venjulega er mælt með að leggjast á gólfið enda fer mun betur um það þannig. Fatlaðir geta einnig heimsótt stjörnuverið en þá er þeim skotið inn á undan öðrum. Inni í stjörnuverinu er sýningartæki sem sýnir hvernig næturhiminninn blasir við – hvaðan sem er – frá miðbaugi til heimskauta.

Hafðu samband beint á: snaevarr@mmedia.is til að fá frekari upplýsingar um Stjörnuverið.

Síðast uppfært: Mánudagur, 23. Febrúar 2009 08:15
 
« FyrstaFyrri12NæstaSíðasta »

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Valid XHTML and CSS.