Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/templates/system/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 15

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/themes/slider/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 18

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/myndasafn/g2data/locale/diff.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 21

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 24

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/plugins/content/file.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 24

Warning: include(/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php) [function.include]: failed to open stream: No such file or directory in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 27

Warning: include() [function.include]: Failed opening '/home/content/s/n/a/snaevarr/html/modules/mod_random_image/tmpl/system.php' for inclusion (include_path='.:/usr/local/php5/lib/php') in /home/content/06/3660306/html/index.php on line 27

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cookie - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:15) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: session_start() [function.session-start]: Cannot send session cache limiter - headers already sent (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:15) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 423

Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/content/06/3660306/html/index.php:15) in /home/content/06/3660306/html/libraries/joomla/session/session.php on line 426
Forsíða Náttúrumynda
Home
Forsíða Náttúrumynda
Fjarreikistjörnur Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Sunnudagur, 30. Desember 2012 15:23

Veturinn 2012 - 2013 tókst höfundi vefsvæðisins að nema þvergöngur fjarreikistjarna. Þær ganga umhverfis stjörnur sem eru auðkenndar:

  1. XO-2 (í Gaupunni)
  2. WASP 33 (í Andrómedu)
  3. HAT-P-10/WASP 11(í Hrútnum)
  4. WASP-12b (í Ökumanni)
  5. HAT-P-3b (í Stórabirni)

Þetta eru fyrstu mælingar sem hafa verið gerðar á fjarreikistjörnum héðan frá Íslandi. Sagt er frá mælingunum á vefsíðu Almanaks Háskóla Íslands. Til þess að sjá greinina skaltu smella hér . Einnig var sagt frá þeim í Morgunblaðinu 9. janúar 2013, og greint frá á vefsíðu þess, smelltu hér. Niðurstöður hafa verið sendar í alþjóðlegan gagnabanka yfir fjarreikistjörnur; Exoplanet Transit Database og þær samþykktar. Framlag stjörnuáhugamanna bætir í sístækkandi þekkingarbrunn um þvergöngur fjarreikistjarna og nýtist til frekari rannsókna á fjarlægum sólkerfum.

Ísland á kortið!
Heimskortið á vefsvæði gagnabankans (ETD) sýnir staði þar sem mælingar fjarreikistjarna eru unnar. Smelltu hér.

Myndin sýnir dæmi um reikistjörnu í þvergöngu fyrir móðurstjörnu sína.
Efst t.v. (enska: This is what we see) sést tindrandi stjarnan eins og hún myndi birtast í sjónauka. Engar vísbendingar fást um hvað á sér stað nema með því að mæla ljósið frá henni nákvæmlega.
Sólstjarnan og þvergangan fyrir miðri mynd, atburðurinn (e: This is happening). Lóðréttar línur birtast þegar þvergangan hefst (e. begin), er hálfnuð (mid) og endar (end).
Neðst er birtustigsferillinn yfir atburðinn. Punktarnir eru mælistök, aflað með CCD ljósmyndavél og sjónauka. Á meðan atburðinum mælist birtan örlitlu minni en fyrir og eftir.

 

Síðast uppfært: Laugardagur, 06. Júlí 2013 13:58
 
2011 Ljósmengun í Reykjavík Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Laugardagur, 07. Janúar 2012 12:21

Ljósbjarmi yfir borgum og byggðarlögum er umhverfisvandi sem fylgir nútímasamfélögum. Hann er víða felldur inn í reglugerðir eða skilgreiningar yfir mengun (ljósmengun) því bjarminn dregur úr gæðum myrkurs og veldur neikvæðum áhrifum á vistkerfi, t.d. næturdýra. Það flækir málið að ljósmengun er hliðarverkun raflýsingar sem óumdeilanlega hefur aukið lífsgæði manna. Viðfangsefni mitt til B.Sc. gráðu í landfræði var að kortleggja ljóshjúpinn yfir höfuðborgarsvæðinu og fá tölulegar upplýsingar um áhrif hans á náttúrulegt myrkur og hversu víðtæk þessi áhrif eru. Mælingarnar voru gerðar veturinn 2009-2010  og eru sýndar m.a. í myrkurkorti af Reykjavík og nágrannabyggðum. Eftir kortinu og öðrum gögnum er hægt að meta hve mikil ljósmengun ríkir á þéttbýlasta svæði landsins. Ef þú vilt vita meira geturðu nálgast ritgerðina hér

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 25. Janúar 2012 16:34
 
Náttúrumyndir og Stjörnuverið Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Þriðjudagur, 06. Janúar 2009 00:00

Vertu velkominn á heimasvæði Náttúrumynda og Stjörnuversins. Hér fást upplýsingar um Stjörnuverið en einnig má skoða ljósmyndir úr safni Náttúrumynda. Af aðalvalmynd, hér til vinstri, er vísað á upplýsingasíður um stjörnuverið og hvað það býður upp á fyrir námskeið og kennslu. Aðrar krækjur á listanum vísa á stjörnuathuganir, ljósmyndir m.a. af stjarnfyrirbærum, frá Íslandi eða öðrum löndum. Í myndum og efni á þessu vefsvæði beinist athyglin svo til mest að náttúrunni en þó ekki alveg. Myndirnar eru að mestu af landslagi frá ýmsum stöðum, stjörnuhimninum og af norðurljósunum.

Stjörnuverið
Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inni í kúlulaga hvelfingu og sérhannað sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Í stjörnuveri fræðast áhorfendur um stjörnurnar, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í einu vetfangi má ferðast á milli reikistjarna, sjá skýjabelti Júpíters, hringa Satúrnusar eða skoða Jörðina frá fjarlægum sjónarhornum. Stjörnuverið er flytjanlegt en er engu síður skilgreint sem „Full Dome Theater” vegna fjölhæfra sýningamöguleika.

Leggja má inn pantanir með því að senda póst neðar á síðunni.

Stjörnuverið

Höfundaréttur: Allt efni á þessu vefsvæði er frumsamið en fræðilegar skýringar á stjarnfræðilegum fyrirbærum hafa verið sóttar í viðurkenndar heimildir. Skal leita samþykkis höfundar ef óskað er eftir notkun þess annars staðar. Sama gildir um allar ljósmyndir en þær eru hugverk höfundar.

Copyright © 2009 by Snævarr Guðmundsson. All rights reserved.

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 18. Janúar 2012 21:55
 
Kortlagning sprungusvæða á jöklum Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Miðvikudagur, 18. Janúar 2012 21:32

Á síðustu árum eða áratugum hefur ferðum fólks um hálendið og á jökla fjölgað gríðarlega, ekki síst á breyttum jeppum og vélsleðum. Á sama tíma hafa jöklar hins vegar verið að breytast mikið samfara hlýnun loftslags. Þeir hafa rýrnað og hörfað ört síðan um miðjan 10. áratug 20. aldar. Þetta hefur leitt til mikilla breytinga á yfirborði, ekki síst í grennd við jafnvægislínu. Safnsvæði jöklanna hafa minnkað að flatarmáli eftir því sem jafnvægislína hefur hækkað, það bráðna burtu hjarnbrýr sem áður brúuðu gamlar sprungur. Afleiðingin er sú að sífellt víðfeðmari svæði á jöklum eru sprungin. Auk þess er þykkt fyrninga á safnsvæði að jafnaði minni og snjó- og hjarnbrýr yfir nýmyndaðar eða virkar sprungur því þynnri en ella. Hætta vegna sprungna í jöklaferðum hefur aukist af þessum ástæðum.

Frá árinu 2010 hefur höfundur heimasvæðisins unnið að því að kortleggja sprungsvæði á jöklum. Þetta er gert til þess að bæta öryggi ferðalanga og vara við þeim hættum sem stafa af jökulsprungum. Engu að síður verða ferðalangar sem fara um jökul ætíð að vera á varðbergi því kortin eru fyrst og fremst til hliðsjónar. Nú er kortlagningu nær allra stóru jöklanna lokið og styttist í að sá síðasti þeirra, Hofsjökull, verði tilbúinn.

Frekari upplýsingar um kortin færðu hér. Þar getur þú jafnframt halað kortinn inn í PDF formi eða í GPS tæki. Smelltu hér.

 
Að bóka Stjörnuverið Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af: Snævarr   
Þriðjudagur, 06. Janúar 2009 00:00

Þarftu að bóka Stjörnuverið?

Ef þú vilt vita meira um Stjörnuverið en fram kemur á þessu heimasvæði þá getur þú sent fyrirspurnir hér. Í sama póstfangi getur þú lagt inn pöntun fyrir Stjörnuverinu. Sendu skeytið beint á: snaevarr@mmedia.is. Vinsamlega láttu nafn skólans, þitt nafn og póstfang fylgja. Ef þú vilt hafa samband eða vita meira um ljósmyndasafn Náttúrumynda eða panta slíkar myndir skaltu einnig senda skeyti á sama póstfang.

Er skjárinn rétt stilltur?

Til að myndirnar njóti sín er gott að stilla skjáinn eftir gráskalanum, lengst til hægri á að vera alveg svart, svo dökkgrátt og loks alveg hvítt lengst til vinstri.

 

Síðast uppfært: Laugardagur, 21. Febrúar 2009 14:25
 
Fleiri greinar...
« FyrstaFyrri12NæstaSíðasta »

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Valid XHTML and CSS.